Þóra Katrín Gunnarsdóttir, Sigurður Árnason og Hörður Steinar Harðarson hófu störf hjá RæstiTækni nýverið.
Þóra Katrín Gunnarsdóttir hefur tekið við stöðu sem sölu- og markaðsstjóri hjá RæstiTækni. Er þetta ný stað innan fyrirtækisins. Helsta verkefni hennar er að leiða sölu- og markaðsmál félagsins inn í nýja tíma. Þóra Katrín hefur mikla reynslu í sölu- og markaðsmálum en áður starfaði hún hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Rue de Net, Terra Nova Iceland og WOW air. Þóra Katrín er með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.
Sigurður Árnason tekur við sem þjónustu- og gæðastjóri. Í takt við nýja sýn fyrirtækisins og stefnu þess inn í umhverfisvæna framtíð verður hlutverk Sigurðar að leggja enn meiri áherslu á þjónustu við viðskiptavini og auka eftirlit með gæðum og stöðlum. Áður en Sigurður hóf störf hjá RæstiTækni starfaði hann hjá Arion banka og Brimborg. Sigurður er með BA gráðu í markaðsfræði og stjórnun frá IBA háskólanum í Kolding Danmörku.
Hörður Steinar Harðarson hefur hafið störf sem viðskiptastjóri og mun hann sinna nýjum viðskiptum og ráðgjöf. Hörður hefur áralanga reynslu af viðskiptastjórnun, sölu og ráðgjöf. Starfaði hann m.a. áður sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Valitor og sem ráðgjafi hjá Sparnaði. Samhliða starfi sínu leggur Hörður stund á nám í lögfræði við Háskóla Íslands.
RæstiTækni býður þau öll velkomin til starfa og hlakkar til að takast á við nýja tíma með nýju fólki.