Starfsfólk RæstiTækni hafa staðið sig með miklum sóma í að sinna þeim verkefnum sem þeim hafa verið falin en einnig tekið vel í allar beiðnir um aukaverkefni og breytingar á verklagi sem komið hafa upp. Starfsfólki þeirra sinnir verkefnum sínum af vandvirkni og alúð.
Ingibjörg ÓlafsdóttirMannauðs- og gæðastjóri hjá Terra
Við erum mjög ángægð með RæstiTækni, þau eru fagleg í þrifum og ræstingin er til fyrirmyndar. Boðleiðirnar eru stuttar og er brugðist hratt við í þau fáu skipti sem við höfum þurft að koma með ábendingar um eitthvað sem hefði mátt betur fara. Ég gef þeim mín bestu meðmæli.
Sigurður HermannsonHúsvörður, umsjónamaður fasteigna, Skuggi 23 Húsfélag
Samstarfið með RæstiTækni hefur verið mjög farsælt síðustu ár og byggst upp gott traust sem er mikilvægt atriði í allri þjónustu. Starfsfólk RæstiTækni hefur ávallt verið lausnarmiðað í sínum störfum og mætt ábendingum/athugasemdum kaupstaðarins með opnum hug og af sanngirni.
Steinar AdólfssonSviðsstjóri stjórnsýslu – og fjármálasviðs Akraneskaupstaðar
Ræstitækni hefur annast þrif i Rjúpnasölum 14 frá árinu 2004 og er almenn ánægja með þeirra störf. Starfsfólkið er vandvirkt og ábyggilegt. Við getum fyllilega mælt með þeim.
RæstiTækni ehf., sem áður starfaði undir nafninu Húsfélagaþjónustan ehf. hefur starfað frá árinu 2002 og felst meginstarfsemi fyrirtækisins í þjónustu við fyrirtæki, stofnanir og húsfélög ásamt því að sjá um ýmis sérverkefni eins og hreingerningar, þrif eftir framkvæmdir, bón á gólfdúkum, teppahreinsun, gluggaþvott en Ræstitækni rekur stóra gluggaþvotta deild og á tvo körfubíla til að auðvelda verkið.
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.