GLUGGA
HREINSUN

GLUGGAHREINSUN

Gluggaþvottur er eitt af sérsviðum Rekstartækni. Við tökum að okkur þrif á gluggum og utanhússklæðningum á stærri og smærri byggingum og á því sviði höfum við áratugareynslu.

Við þrífum glugga á stærstu byggingum landsins á hverju ári og enn er ekkert háhýsi of hátt fyrir gluggaþvott frá okkur. Körfulyfta fyrirtækisins nær upp átta hæðir og þar að auki höfum við aðgang að krönum sem ná mun hærra við gluggaþvott.

Sérstakir gluggaþvottakústar sem við notum skila frábærum árangri og ná þeir upp allt að sjö hæðir. Við erum með rétta búnaðinn til að bjarga útsýninu og þrífa gluggann hjá þér, hvort sem það er á láreistum byggingum eða mest krefjandi háhýsum landsins.

Fá verðtilboð

ÞRIF Á UTANHÚSSKLÆÐNINGUM

Ræstitækni hóf starfsemi sína sem gluggaþvottafyrirtæki og er gluggaþvottur og hreinsun á utanhússklæðningum enn ein af meginstoðum fyrirtækisins. Fyrirtækið er vel tækjum búið með eigin lyftur sérbúnar til að aka á grasi og inni í görðum og valda ekki skemmdum á grasi eða gróðri.

Fá verðtilboð

KÖRFULYFTA TIL LEIGU

Árið 2007 fjárfesti Ræstitækni í Nosto-körfulyftu sem fyrirtækið notar við gluggaþvott. Þegar körfulyftan er ekki í notkun er hún fáanleg til útleigu.

Fá verðtilboð

FÁ TILBOÐ

Gerum verðtilboð í stærri og smærri verk.
Fylltu út formið hér fyrir neðan eða hringdu í okkur í síma 419-1000

Hvaða þjónustu má bjóða þér?

* verður að fylla út