rtk_sameignir-gr
Ræstingar
rtk_golf
Gólf
rtk_teppi-gr
Teppi
rtk_gluggar-gr
Gluggar
rtk_mottur-gr
Mottur
rtk_sorpgeymslur-gr3
Sorpgeymslur

Bónun gólfdúka

Nauðsynlegt er að bóna gólfdúka með reglulegu millibili til að viðhalda gæðum þeirra. Ræstitækni hefur áralanga reynslu í slíkri meðhöndlun á linoleum- og vinyldúkum, enda bónum við þúsundir fermetra á hverju ári.

Í samráði við þig setjum við upp viðhaldsáætlun fyrir bónuð gólf og notum sérstakar háhraðadiskavélar til verksins. Viðhaldsbónun er hægt að framkvæma hvenær sem er því að bónið er hitað með vélunum og það þornar samstundis. Fyrst er efsta lag bónsins pússað í burtu – þar sitja óhreinindin. Því næst er nýju lagi bætt ofan á og að lokum er það hert með fægingu á háhraðasnúningi þannig að fallegur gljái myndast og ending á yfirlaginu eykst.

Bónhreinsun

Bónhreinsun (bónleysing) er vandasamt verk. Fara verður varlega með linoleum-dúka því auðvelt er að skemma þá með röngum hreinsiefnum. Því er brýnt að velja efni sem hentar best fyrir hvert verkefni.

Eigi gólfið að líta vel út og filman á dúknum að endast er mikilvægt að undirvinna sé rétt framkvæmd. Ákveða þarf hvort grunna eigi gólfið eða ekki – linoleum-dúka á t.d. alltaf að grunna áður en bónað er.
Til að ná sem bestum árangri með bónun á gömlum dúk er mjög mikilvægt að byrja á bónhreinsun til að fjarlægja öll óhreinindi og eldri efni af dúknum án þess að skemma hann.

FÁÐU TILBOÐ

Við gerum verðtilboð í stærri og smærri verk.
Þú getur fyllt út tilboðsform eða hringt í okkur í síma 419-1000

Þrif á steinteppum

Steinteppi er vinsælt gólfefni á skrifstofum og í verslunarhúsnæði og afar skemmtileg viðbót við aðrar gólfefnategundir. Hreinsun á steinteppum getur hins vegar verið vandasöm og hún krefst sérstakra véla ef gólfið á að halda sínum upprunalegu gæðum. 

Ræstitækni hefur á sínum snærum sérhæfðar vélar fyrir steinteppahreinsun sem tryggja þér hámarksárangur.

RæstiTækni notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á rtk.is
  • CookieConsent

Decline all Services
Accept all Services