VIÐ SÉRHÆFUM OKKUR Í ALHLIÐA RÆSTINGUM

Nýtt vörumerki á gömlum grunni Frá árinu 2002 hefur Húsfélagaþjónustan ehf vaxið frá einum starfsmanni upp í öflugt 40 manna fyrirtæki. Við byrjuðum sem ræstiþjónusta fyrir húsfélög eingöngu, en þjónum nú vaxandi fjölda fyrirækja og stofnana í Reykjavík, Reykjanesbæ, Akranesi og Selfossi. Viðskiptavinir okkar hafa margir hverjir verið með frá byrjun, en með nýjum viðskiptavinum í gegnum árin hafa bæst við nýjar áherslur í rekstrinum. Það var því kominn tími til að breyta til og velja okkur nafn sem segði hvað við gerum. Með breyttum áherslum í rekstri fyrirtækisins teljum við að nafnið Ræstitækni henti betur en Húsfélagaþjónustan, - enda er alhliða ræstitækni okkar fag. Við þjónum í dag breiðum hópi viðskiptavina við alhliða ræstingar, gluggaþvott, teppahreinsun, bónun gólfefna og fleira. Þá sjáum við einnig um reglubundin þrif fyrir byggingverktaka, og rekum mottuleigu og þvottahús undir vörumerkinu motta.is. Að lokum viljum við þakka fyrir það traust og þá velvild sem okkur hefur verið sýnt á liðnum árum. Kær kveðja, Þórir Gunnarsson, Framkvæmdastjóri  

Þjónusta

RÆSTINGAR

Við bjóðum sérsniðna ræstingaþjónustu fyrir hvern viðskiptavin og þar liggur okkar styrkur.
Lesa meira

GÓLF

Áratuga reynsla í meðhöndlun gólfefna. Við vitum hvaða efni og aðferðir henta best fyrir dúka og steinteppi.
Lesa meira

TEPPI

Er teppið orðið óhreint? Ein heimsókn frá okkur færir þér tandurhrein teppi.
Lesa meira

GLUGGAR

Körfulyftur, gluggaþvottakústar og áratuga reynsla starfsfólksins færir þér útsýni og hreina glugga.
Lesa meira

MOTTUR

Mottur eru mikil húsfélagaprýði en meðhöndlun þeirra er flókin. Mottuleigan okkar leysir málið.
Lesa meira

SORPGEYMSLUR

Sorpgeymslan þarf ekki að vera eins og ruslahaugur; við sjáum um að halda henni snyrtilegri.
Lesa meira

Umsagnir

Þrifin hafa frá upphafi verið óaðfinnanleg og aldrei hafa nein vandamál komið upp. Þrifin hafa jafnvel farið fram úr því, sem við áttum von á.

Eðvar Ólafsson

Formaður húsfélagsins Herjólfsgötu 36-38-40

Við höfum verið sérlega ánægð með þjónustu fyrirtækisins. Starfsfólkið er vandvirkt og ábyggilegt. Við getum fyllilega mælt með þeim.

Þorsteinn S Þorsteinsson

Formaður húsfélagsins Kirkjuvöllum 9

Húsfélagaþjónustan hefur annast þrif i Rjúpnasölum 14 frá árinu 2004 og er almenn ánægja með þeirra störf.

Þorgeir Sigurðsson

Formaður húsfélagsins Rjúpnasölum 14

FÁ TILBOÐ

Gerum verðtilboð í stærri og smærri verk.
Fylltu út formið hér fyrir neðan eða hringdu í okkur í síma 419-1000

Hvaða þjónustu má bjóða þér?

* verður að fylla út

Um okkur

Ræstitækni ehf., sem áður starfaði undir nafninu Húsfélagaþjónustan ehf hefur starfað frá árinu 2002 og felst meginstarfsemi fyrirtækisins í þjónustu við fyrirtæki, stofnanir og húsfélög ásamt því að sjá um ýmis sérverkefni eins og hreingerningar, þrif eftir framkvæmdir, bón á gólfdúkum, teppahreinsun, gluggaþvott en Ræstitækni rekur stóra gluggaþvotta deild og á tvo körfubíla til að auðvelda verkið.

Ræstitækni leggur metnað sinn í að bjóða upp á vandaða þjónustu á sem flestum sviðum. og sér um heildarumsjón með ræstingu og annarri umsjón húseigna

Þjónustan er sniðin að óskum hvers viðskiptavinar, en reynsla okkar hefur sýnt að viðskiptavinir okkar vilja gjarnan eiga viðskipti við einn aðila sem býður upp á víðtæka þjónustu.
Árið 2016 keypti fyrirtækið atvinnuhúsnæði við Nýbýlaveg 32 í Kópavogi þar sem eru til húsa skrifstofur, lager, þvottahús og aðstaða fyrir starfsfólk.

Í upphafi ársins 2020 fór fyrirtækið í gegnum markvissa stefnumótun. Í kjölfarið var nafni þess breytt úr Húsfélagaþjónustunni ehf í RæstiTækni ehf. Flóra viðskiptavina er breiðari en áður og því er nafnið Ræstitækni betur við hæfi til að lýsa því sem við gerum. Við rekum einnig sérhæfða þjónustu með sölu, leigu og þrif á mottum sem hægt er að kynna sérá heimasíðunni www.motta.is

Vantar þig aðstoð? Við sjáum um ræstingar fyrir þig frá A til Ö. Hafðu samband í síma 4191000 eða sendu póst á rtk@rtk.is. Einnig má senda okkur fyrirspurn hér á vefsíðunni undir “fá tilboð”.